Notkun Vienna prófunarkerfisins til greiningar á aksturshæfni stuðlar að auknu öryggi í umferðinni.
Leiðandi á heimsvísu með yfir 13 milljón prófanir á ári í 67 löndum
Sveigjanleiki
Yfir 120 sálfræðileg próf sem mæla breitt svið hæfileika.
Mörg vel þekkt og virt próf í prófsafni.
Prófin hafa verið þýdd á allt að 27 tungumál.
Einstakur pakki
Margvísleg próf sameinuð í eitt tæki.
Einstökum prófum blandað saman til að mynda pakka.
Brautryðjandi prófun sem getur mælt viðbragð í millisekúndum.
Samkeppni
Samvinna við vel þekkta próf höfunda og virta háskóla.
Fjölmargar gæðavottanir.
Prófunarmiðstöð til rannsóknar og gagnasöfnunar.
Reynsla
Meira en 65 ára reynsla á Vienna prófunarkerfinu.
Kerfið er notað í 67 löndum.
Leiðandi á heimsvísu með yfir 13 milljón prófanir á ári.
Prófunarkerfinu er ekki ætlað að koma alveg í staðinn fyrir hefðbundið ökumat á götum úti, heldur er endanleg ákvörðun um ökuhæfni sjúklinga alltaf tekin af teymi sjúklingsins.
Ef próftaki nær prófinu er engin þörf á ökumati (97-99% þeirra sem standast prófið stenst líka ökumat).
Ef próftaki nær ekki prófinu fer hann hins vegar í frekara mat, nema teymið ákveði að hann sé alls ekki tilbúinn til þess keyra og vilja þá bíða með frekara mat.
SPURNINGAR OG SVÖR
Hverjum nýtist þjónustan?
Fólki með ýmsar Þroskahamlanir/-raskanir
Aðilum sem hafa slasast eða átt við alvarleg veikindi að stríða
Aðra einstaklinga
Hver eru markmið matstöðvarinnar?
Tryggja öryggi vegfarenda
Gefa ráðleggingar um hvernig viðkomandi einstaklingur getur orðið sem bestur ökumaður
Beina þeim tilmælum til viðkomandi að hann ástundi ekki akstur eða aðra meðferð vélknúinna tækja ef svo á við
Hvernig er ferlið?
Fyrirsagnir eru á íslensku og leiða þátttakandann skref fyrir skref í gegnum æfingar áður en prófið sjálft byrjar. Prófun hefst einungis þegar þátttakandi hefur farið í gegnum æfingu án erfiðleika
Hvað þarf ég að vita?
Þátttakandi þarf enga tölvukunnáttu því sérhannaður tölvubúnaður (þ.m.t. lyklaborð með fáum stórum tökkum, eins og sést á myndinni hér til hægri) gerir notkun auðvelda. Ýtarlegar útskýringar og fyrirsagnir hjálpa til við að minnka streitu og auðvelda aðlögun
Að stjórna ökutæki er flókin athöfn sem krefst þess að ökumaður geti framkvæmt eftirfarandi þætti
Skynjað umhverfi sitt
Túlkað aðstæður
Tekið ákvörðun
Framfylgt ákvörðun (viðbragð)
Sendu okkur fyrirspurn eða önnur skilaboð
© 2015 Aksturshæfni ehf. - Hönnun, heimasíðugerð og hýsing hjá Tölvur og gögn ehf.